Þann 21. mars sl. tilkynnti Atorka Group hf. (Atorka) um að félagið ynni ásamt stærstu kröfuhöfum að framlengingu á kyrrstöðusamningi sem tilkynnt var um 10. febrúar 2009. Í dag náðist samkomulag við aðila samkomulagsins um að framlengja kyrrstöðusamningnum til 31. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 540-6200