Íslandsbanki hf. hefur yfirtekið skuldbindingar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. (Straumur) vegna innlána í höfuðstöðvum bankans á Íslandi. Undanskilin eru innlán sem stofnað var til í tengslum við uppgjör eldri skulda fyrir gjalddaga. Sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar hefur Straumur gefið út skuldabréf með veði í eignum bankans. Þá hefur Straumur tryggt sér aðgang að nægu lausu fé til að standa við skuldbindingar gagnvart eigendum innlána í útibúi bankans í Danmörku; þau innlán verða greidd á réttum gjalddögum. Með þessari ráðstöfun er óvissu um hagsmuni innlánseigenda eytt og jafnræðis gætt. Nánari upplýsingar veitir: Georg Andersen Forstöðumaður Samskiptasviðs S: +354 585 6707 georg@straumur.com