Byr sparisjóður og erlendir lánveitendur sjóðsins hafa gert með sér samkomulag vegna lánasamninga sem kveða á um lágmarks eiginfjárhlutfall umfram það sem fram kemur í lögum um fjármálafyrirtæki. Samkomulagið kveður á um að tímabundið sé fallið frá eiginfjárkröfum umfram lögbundið hlutfall. Allir lánveitendur samþykktu samkomulagið samhljóða. Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri segir þetta samkomulag hafa mikla þýðingu fyrir Byr sparisjóð þar sem það tryggir að erlendir kröfuhafar gefa sjóðnum svigrúm til að vinna sig út úr fjármálakreppunni. Ragnar segir að í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem uppi eru á fjármálamörkuðum heimsins sé þetta samkomulag Byrs og erlendu lánadrottnanna mikill sigur fyrir sparisjóðinn. Nánari upplýsingar: Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri í síma 575-4000.
- Byr semur við erlenda lánardrottna
| Source: Byr sparisjóður