Þann 17. mars gekk skilanefnd Glitnis að veðum í öllu hlutafé í Moderna Finance AB, móðurfélagi Askar Capital. Með þessu færðust yfirráð yfir Askar Capital til skilanefndar Glitnis. Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu 8% lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu til að koma eiginfjárhlutfallinu í lögbundið horf. Unnið er að lausn málsins með nýjum eiganda bankans, skilanefnd Glitnis, og öðrum kröfuhöfum. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Árnason, forstjóri, í síma 665 8859.
- Fjárhagsleg endurskipulagning Askar Capital
| Source: Askar Capital hf.