- Landic Property gengur frá sölu á finnsku fasteignasafni sínu og skrifar undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum


Landic Property gengur frá sölu á finnsku fasteignasafni sínu og skrifar undir
samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum 

Landic Property hefur gengið frá sölu á fasteignasafni sínu í Finnlandi og
skrifað undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum. Kaupandinn er
fjárfestingafélagið Trackside Holding. Landic Property hf. mun eftir viðskiptin 
halda eftir 20% eignarhlut í dönsku og sænsku félögunum. Samningurinn er gerður
með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánveitenda. Eigendur
fjárfestingafélagsins Trackside Holding eru umsvifamiklir fjárfestar í
fasteignum í Evrópu. 

Landic Property hefur síðastliðna mánuði unnið að endurskipulagningu og
stefnumótun fyrir félagið. Fram hefur komið að einn þáttur endurskipulagningar
Landic Property var hugsanleg sala erlendra dótturfélaga. Þessi samningur við
Trackside Holding er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property. 

UBS fjárfestingabankinn og Catella Corporate Finance hafa veitt ráðgjöf við
söluferlið og endurskipulagninguna sem unnin hefur verið í nánu samráði við
lánardrottna félagins, en fulltrúar þeirra skipa nýkjörna stjórn Landic
Property hf. 

Landic Property mun í framhaldinu einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi
þar sem dótturfélag þess, Landic Ísland, stærsta fasteignafélag landsins, á
yfir 120 fasteignir sem samtals eru um 400 þúsund fermetrar. 

Frekari upplýsingar veitir:
Landic Property hf.
Viðar Þorkelsson
forstjóri Landic Property hf.
Sími 669 4444
E-mail: vth@landicproperty.com

Attachments

frettatilkynning landic property 16 april 2009.pdf