Uppgjör Atorku Group hf. fyrir árið 2008 mun ekki verða birt í lok apríl eins og áður hefur verið tilkynnt um. Á grundvelli 2. mgr. 56. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er félögum sem eingöngu hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki uppgjör í Kauphöll að því gefnu að lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs sé a.m.k. 50.000 EUR að nafnvirði á útgáfudegi bréfanna. Árseikningar Atorku verða lagðir fyrir á aðalfundi félagsins. Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson í síma 540 6200