Landic Property hf. mun ekki birta uppgjör sitt fyrir árið 2008 fyrir lok apríl. Félagið er í greiðslustöðvun. Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, gilda ákvæði VII. kafla laganna (reglulegar upplýsingar útgefanda) ekki um útgefanda skuldabréfa ef eingöngu skuldabréf hans hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og nafnverð eininga skuldabréfanna er að minnsta kosti jafngilt 4,6 millj. kr. Fjárhæðir eru grunnfjárhæðir sem eru bundnar gengi evru (EUR) 3. janúar 2007 (92,37). Frekari upplýsingar veitir: Viðar Þorkelsson, forstjóri Sími 575 9000