-Kyrrstöðusamningur útrunninn


Á miðnætti 30. apríl 2009 rennur út kyrrstöðusamningur við lánardrottna sem
Atorka Group hf. (Atorka) tilkynnti þann 8. apríl síðastliðinn. Atorka vinnur
áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. 

Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
í síma 540-6200