Tilkynning frá Landic Property hf. um fjárhagsstöðu félagsins


Eins og áður hefur komið fram vinnur Landic Property hf. að fjárhagslegri
endurskipulagningu á rekstri félagsins. Þann 16. apríl tilkynnti félagið að
gengið hefði verið frá sölu á fasteignasafni félagsins í Finnlandi og jafnframt
að skrifað hafi verið undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum.
Í framhaldi af því sótti félagið um greiðslustöðvun til þess að gæta jafnræðis
meðal kröfuhafa Landic Property hf. á meðan lokið er við endurskipulagningu
félagsins og gengið frá samningi um sölu eigna. 

Þann 29. apríl s.l. tilkynnti félagið að það muni ekki birta uppgjör sitt fyrir
árið 2008 fyrir lok apríl. Landic Property hf.vill upplýsa markaðinn um
eftirfarandi þætti varðandi stöðu félagsins. Fyrir liggur að eigið fé félagsins
var neikvætt samkvæmt drögum að óendurskoðuðu uppgjöri ársins 2008. Áætlun
félagsins um endurskipulagningu miðast meðal annars að því að endurreisa
eiginfjárstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir að eigendur ótryggðra skuldabréfa,
þ.e. eigendur skuldabréfa í flokkunum STOD 03 1, STOD 06 1, STOD 06 2 og STOD
09 0306, breyti kröfum sínum í hlutafé í félaginu. 

Frekari upplýsingar veitir:
Viðar Þorkelsson
forstjóri Landic Property hf.
Sími 575 9000