Dagskrárliður 1: Tillögur um breytingar á samþykktum a.Lagt er til að ákvæði 1. mgr. 11. gr. samþykkta félagsins verði breytt sem hér segir: Aðalfund skal halda fyrir lok ágúst ár hvert. b.Lagt er til að ákvæði 1. mgr. 12. gr. samþykkta félagsins verði breytt sem hér segir: Til hluthafafundar skal boða á sannanlegan hátt. Fundarefnis skal getið í fundarboði. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins eða um sameiningu þess við önnur félög eða fyrirtæki má ekki taka til meðferðar á fundum þess nema þess hafi verið getið í fundarboði. Ef taka á til meðferðar tillögu til breytinga á samþykktum félagsins, skal greina meginefni tillögunnar í fundarboði. Hluthafafund skal boða með minnst viku en lengst 4 vikna fyrirvara. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. c.Lagt til að ákvæði 2. mgr. 19. gr. samþykkta félagsins verði breytt sem hér segir: Eigi síðar en viku fyrir aðalfund skal stjórn félagsins leggja fram ársreikning, ársskýrslu og endurskoðunarskýrslu og gera aðgengilega fyrir hluthafa.
Tillögur félagsstjórnar Exista hf. til hluthafafundar félagsins þann 26. maí 2009
| Source: Exista hf.