Nauðasamningar Stoða hf. samþykktir


Í gær, 26. maí 2009, hélt skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum
Stoða hf. fund með kröfuhöfum Stoða. Á fundinum var kosið um
nauðasamningsfrumvarp Stoða og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Frumvarpið hlaut því samþykki kröfuhafa og verður það sent Héraðsdómi
Reykjavíkur til staðfestingar.