Kröfuhafar samþykkja frjálsan nauðasamning vegna Kögunar


Kröfuhafar Kögunar ehf. samþykktu í dag einróma frjálsan nauðasamning fyrir
félagið. Samningurinn felur í sér að kröfum á hendur Kögun verður umbreytt í
hlutafé í móðurfélaginu Teymi. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki
nauðasamnings Teymis sem borinn verður undir atkvæði kröfuhafa Teymis í dag.