- Íslandssjóðir birta verklag og reglur á Netinu - nýr vefur eykur gagnsæi og upplýsingagjöf til viðskiptavina


Íslandssjóðir, rekstrarfélag verðbréfasjóða Íslandsbanka, hefur birt samantekt
á verklagi félagsins á nýjum vef sínum, www.islandssjodir.is. Þar koma fram
þeir ferlar sem fylgt er við fjárfestingar hjá Íslandssjóðum, upplýsingagjöf,
áhættustýringu og siðareglur félagsins. Á vefnum er einnig að finna reglur
Íslandssjóða um hagsmunaárekstra. 

Nýjum vef Íslandssjóða er ætlað að auka til muna gagnsæi og upplýsingagjöf til
viðskiptavina en þar má auk verklags og reglna finna ítarlegar upplýsingar um
fyrirtækið og verðbréfasjóði þess. Má þar nefna upplýsingar um ávöxtun
sjóðanna, mánaðarleg upplýsingablöð, útboðslýsingar og ársskýrslur
Íslandssjóða. Á vefnum má auk þess finna greinar og áhugavert efni úr
fjármálaheiminum, t.d. um verðbréfamarkaði, fjárfestingar og verðbréfasjóði. 

Íslandssjóðir munu áfram leggja mikla áherslu á gagnsæi og öfluga
upplýsingagjöf til viðskiptavina. Mánaðarleg upplýsingablöð Íslandssjóða eru
einnig aðgengileg á vef Íslandsbanka, í Netbanka Íslandsbanka og í öllum
útibúum bankans. Uppgjör Íslandssjóða og forvera þeirra hafa, allt frá stofnun,
verið gerð opinber á hálfs árs fresti og hefur félagið þannig verið í
fararbroddi í upplýsingagjöf meðal rekstrafélaga verðbréfasjóða á Íslandi. 


Nánari upplýsingar veita:

Agla Hendriksdóttir, Framkvæmdastjóri Íslandssjóða,
agla.hendriksdóttir@islandsbanki.is, s. 844 4917 

Gunnar Kr. Sigurðsson, Samskiptasvið Íslandsbanka, gunnarks@islandsbanki.is, s.
844 4895