Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni bráðabirgðastjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON) um skipun slitastjórnar fyrir SPRON, dags. 23. júní 2009. Slitastjórnina skipa Hlynur Jónsson, héraðsdómslögmaður, LL.M., Jóhann Pétursson, hdl., og Hildur Sólveig Pétursdóttir, hrl. Slitastjórn mun birta innköllun til kröfuhafa í samræmi við 2. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
- Tilkynning um skipun slitastjórnar hjá SPRON
| Source: SPRON