Hluthafafundur Landic Property hf. var haldinn í dag 29. júní 2009. Breyting á dagskrá fundarins var samþykkt, þannig að ein tillaga um breytingu á samþykktum félagsins var lögð fram og samþykkt: Tillaga um að aðalfundi skuli halda fyrir lok ágústmánaðar ár hvert. Nýr stjórnarmaður var kosinn í stjórn félagsins, Gunnar Jónsson, og er stjórn Landic Property hf. þá nú skipuð Hermanni Hermannssyni, Klemens Arnarsyni, Eiríki S. Jóhannssyni og Þórarni V. Þórarinssyni ásamt Gunnari Jónssyni.