Afkoma Eimskips neikvæð um 214,5 milljónir evra á 2F 2009


- Afkoma af flutningastarfsemi batnar verulega frá því á fyrsta ársfjórðungi -
- Virðisrýrnun á eignarhlut í frystigeymslustarfsemi 176,1 milljón evra -

Helstu atriði úr uppgjörinu

•	Rekstrartekjur námu 298,6 milljónum evra (2F 2008: 319,4 milljónir evra) og
lækkuðu um 6,5% milli ára. 
•	Rekstrargjöld námu 263,9 milljónum evra (2F 2008: 288,6 milljónir evra) og
lækkuðu um 8,6% milli ára. 
•	Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 34,7
milljónum evra, eða 11,6% sem hlutfall af tekjum; EBITDA hækkaði um 12,6% frá
fyrra ári þar sem hún var 30,8 milljónir evra, eða 9,6% af tekjum 
•	Heildarfjármagnskostnaður var 22,5 milljónir evra á 2F, að teknu tilliti til
gengishagnaðar upp á 6,5 milljónir evra 
•	Tap af áframhaldandi starfsemi var 190,2 milljónir evra
•	Tap af aflagðri starfsemi var 24,3 milljónir evra
•	Tap eftir skatta var 214,5 milljónir evra á 2F samanborið við 100,8 milljóna
evra tap á 2F 2008 
•	Heildareignir í lok fjórðungsins voru 1.540,6 milljónir evra
•	Heildarskuldir í lok fjórðungsins voru 1.931,0 milljónir evra
•	Eigið fé í lok fjórðungsins var neikvætt um 390,4 milljónir evra

Fréttatilkynning í viðhengi

Attachments

2 arshluti frettatilkynning  2009 3006 final.pdf