Fréttatilkynning: HF. Eimskipafélag Íslands Héraðsdómur Reykjavíkur veitir Hf. Eimskipafélagi Íslands heimild til að leita nauðasamnings Hf. Eimskipafélag Íslands lagði fram beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Áform þessa efnis voru kynnt á aðalfundi félagsins þann 30. júní 2009. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að veita félaginu heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt frumvarpi félagsins. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins. Frumvarp að nauðasamningi hljóðar svo: “Lánardrottnum sem fara með samningskröfur (“lánardrottnar”) er boðið að breyta kröfum sínum á hendur Eimskip í L1003 ehf. (sem verður breytt í Eimskipafélag Íslands ehf.) kt. 690409-0460, (“Nýja-Eimskip”) sem má jafna til að þeim sé boðin greiðsla á 11,9% krafna sinna. 1. Eimskip mun afhenda 54,1% af hlutafé Nýja Eimskips til lánardrottna, en það samsvarar greiðslu á 11,9% krafna þeirra. Afhendingin mun eiga sér stað svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan 30 daga frá því að nauðasamningur telst kominn á. 2. Engir vextir verða greiddir vegna krafna lánardrottna frá þeim degi sem frumvarp þetta telst komið á og þar til hlutafé Nýja Eimskips verður flutt til lánardrottna. 3. Trygging verður ekki veitt fyrir greiðslum samkvæmt framangreindu.”
Héraðsdómur Reykjavíkur veitir Hf. Eimskipafélagi Íslands heimild til að leita nauðasamning
| Source: Hf. Eimskipafélag Íslands