- Leiðrétting: -Dags. viðskipta 28. maí 2009.


Í flöggun dags. 28. maí 2009 vegna hluthafasamkomulags um stjórn og rekstur
Alfesca hf. sama dag var eignarhlutur eins samstarfsaðila og þar af leiðir
samanlagður eignarhlutur samstarfsaðila oftalinn um 2.100.000 hluti eða 0,04%
af útgefnu hlutafé Alfesca hf. og atkvæðisrétti. 

Samanlagður eignarhlutur þeirra sem á þeim tíma höfðu gerst aðilar að samstarfi
um stjórn og rekstur Alfesca hf. nam 3.961.836.633 hlutum eða 67,40% af útgefnu
hlutafé Alfesca hf. og 67,79% af atkvæðisrétti (en ekki 3.963.936.633 hlutum
eða 67,44% af útgefnu hlutafé og 67,83% af atkvæðisrétti eins og ranglega var
tilgreint). Philippe Darthenucq, einn af stjórnendum Alfesca sem á þeim tíma
höfðu gerst aðilar að samstarfinu, og fjárhagslega tengdir aðilar áttu
7.773.496 hluti eða 0,13% af útgefnu hlutafé Alfesca hf. og atkvæðisrétti (en
ekki 9.873.496 hluti eða 0,17% af útgefnu hlutafé og atkvæðisrétti eins og
ranglega var tilgreint). 

Að öðru leyti hefur leiðrétting þessi ekki áhrif á þær upplýsingar sem komu
fram í tilkynningunni. 

Rétt er að taka fram að þann 22. júní 2009 gengu fleiri stjórnendur Alfesca til
liðs við samstarfsaðilana og var því samanlagður eignarhlutur samstarfsaðila
meiri en hér greinir þegar opinbert tilboðsyfirlit var dagsett þann 25. júní
2009.