- Leiðrétting: - Yfirtökutilboð til hluthafa Alfesca hf.


Í opinberu tilboðsyfirliti og tilkynningu um tilboð sem hvorutveggja er dagsett
25. júní 2009 var samanlagður eignarhlutur samstarfsaðila oftalinn um 2.100.000
hluti eða 0,04% af útgefnu hlutafé Alfesca hf. og atkvæðisrétti. 

Samanlagður eignarhlutur aðila sem gert hafa með sér samkomulag um stjórn og
rekstur Alfesca hf. nemur 4.014.536.951 hlutum þann 25. júní 2009 eða 68,30% af
útgefnu hlutafé Alfesca hf. og 68,69% af atkvæðisrétti (en ekki 4.016.636.951
hlut eða 68,34% af útgefnu hlutafé og 68,73% af atkvæðisrétti eins og ranglega
var greint frá í tilkynningunni og tilboðsyfirlitinu (köflum I og III)). 

Þeir stjórnendur Alfesca og fjárhagslega tengdir aðilar sem eru aðilar að
samstarfinu eiga samtals 117.440.629 hluti eða 2,00% af útgefnu hlutafé Alfesca
hf. og 2,01% af atkvæðisrétti (en ekki 119.540.629 hluti, eða 2,03% af útgefnu
hlutafé og 2,05% af atkvæðisrétti, eins og tilgreint var ranglega í
tilboðsyfirlitinu (kafla III)). Einn stjórnendanna, Philippe Darthenucq og
fjárhagslega tengdir aðilar eiga 7.773.496 hluti eða 0,13% af útgefnu hlutafé
Alfesca hf. og atkvæðisrétti (en ekki 9.873.496 hluti eða 0,17% af útgefnu
hlutafé og atkvæðisrétti eins og tilgreint var ranglega í tilboðsyfirlitinu
(kafla III)). 

Að öðru leyti hefur leiðrétting þessi ekki áhrif á þær upplýsingar sem komu
fram í opinberu tilboðsyfirliti eða tilkynningu um tilboð. Leiðréttingin hefur
ekki áhrif á samþykkiseyðublað eða yfirlýsingu um greiðsluábyrgð sem birt voru
með tilboðsyfirliti.