Í tengslum við yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. hefur Saga Capital Fjárfestingarbanki hf. unnið greinargerð um álit sitt á fram komnu yfirtökutilboði og skilmálum þess, fyrir hönd stjórnar Alfesca og er það dagsett 21. júlí 2009. Stjórn Alfesca hf. ákvað að fela Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital Fjárfestingarbanka gerð meðfylgjandi greinargerðar í samræmi við 7. mgr. 104. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Álitsgerð Fyrirtækjaráðgjafar Saga Capital Fjárfestingarbanka efh. fylgir hér með sem viðhengi. Samantekt niðurstaðna Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér efni yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. sem og efni greinargerðar þessarar í heild sinni, forsendur hennar og fyrirvara. Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital telur að tilboðsgengið 4,5 kr. á hlut fyrir hluti í Alfesca hf. sé sanngjarnt fyrir hluthafa Alfesca hf., sér í lagi ef litið er á kennitölur sambærilegra fyrirtækja á markaði og núvirt sjóðstreymi. Einnig er tekið er mið af erfiðum aðstæðum á íslenskum fjármálamarkaði og horft er til yfirtökutilboða á Íslandi undanfarin ár. Tilboðsverðið svarar til hæsta verðs sem samstarfsaðilarnir hafa greitt fyrir hluti í Alfesca síðustu sex mánuði. Það er 32,4% hærra en síðasta viðskiptaverð þann 28. maí 2009 sem var sá dagur sem tilkynnt var um fyrirhugað samstarf og samstarfsaðilanna um stjórn og rekstur Alfesca hf. Ennfremur er tilboðsverðið 25,3% hærra en meðaldagslokaverð síðustu sex mánuði þar á undan. Fram kemur í yfirtökutilboðinu að stefnt er að afskráningu hlutabréfa Alfesca hf. á NASDAQ OMX Iceland, en það kann að hafa áhrif á verð hlutabréfanna, verðmyndun þeirra, með hvaða hætti verður unnt að eiga viðskipti með þau í framtíðinni sem og þrengingu á hópi fjárfesta sem heimild hafa til fjárfestingar í hlutabréfunum.
- Mat á tilboði - frá Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital Fjárfestingarbanka hf. vegna yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. í Alfesca hf. -
| Source: Alfesca hf.