Gjaldfelling og viðræður Exista við skilanefnd Landsbankans


Vísað er til tilkynningar Exista frá 1. mars 2009 um að félagið leiti samninga
um frestun á greiðslu vaxta og afborgana á skuldbindingum félagsins sem koma
til gjalddaga á meðan viðræður við innlendar og erlendar fjármálastofnanir um
endurskipulagningu félagsins stendur yfir. 
 
Exista hefur borist erindi frá skilanefnd Landsbanka Íslands um
gjaldfellingu krafna að fjárhæð um 150 milljónir evra. Viðræður standa
yfir við fulltrúa skilanefndarinnar. 
 
Tekið skal fram að krafa skilanefndar Landsbankans nær ekki til skráðra
skuldabréfaflokka Exista.