- Hluthafafundur boðaður 12. ágúst 2009


Að kröfu Rekstrarfélags Nýja Kaupþings banka hf. vegna sjóðanna Kaupthing ÍS-5,
Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildis lífeyrissjóðs, Sameinaða
lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs boðar stjórn Alfesca hf. til
hluthafafundar á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 17:00. 
Á dagskrá fundarins verða tekin fyrir eftirtalin mál:   
  
1. Yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf., dagsett 25.
júní 2009, fyrirhuguð afskráning hlutabréfa Alfesca hf. af aðallista NASDAQ OMX
Iceland hf. og umræður um verðmöt á hlutabréfum félagsins. 
  
2. Önnur mál, löglega framborin. 

Fundurinn fer fram á ensku.

Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á hluthafafundi skulu komnar í hendur
stjórnar eigi síðar en 7 sólahringum fyrir fund til þess að þær verði teknar
til umræðu. 

Fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir hluthafafund.

Endanleg dagskrá fundarins verður birt á heimasíðu Alfesca hf.,
http://www.alfesca.is, og liggur einnig fyrir á skrifstofu félagsins,
Kringlunni 7, 103 Reykjavík, viku fyrir boðaðan fund. 
 
31. júlí 2009
Stjórn Alfesca hf.