Að kröfu Rekstrarfélags Nýja Kaupþings banka hf. vegna sjóðanna Kaupthing ÍS-5, Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildis lífeyrissjóðs, Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs boðar stjórn Alfesca hf. til hluthafafundar á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 17:00. Á dagskrá fundarins verða tekin fyrir eftirtalin mál: 1. Yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf., dagsett 25. júní 2009 og fyrirhuguð afskráning hlutabréfa Alfesca hf. af aðallista NASDAQ OMX Iceland hf. 2. Önnur mál, löglega framborin. Fundurinn fer fram á ensku. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á hluthafafundi skulu komnar í hendur stjórnar eigi síðar en 7 sólahringum fyrir fund til þess að þær verði teknar til umræðu. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir hluthafafund. Endanleg dagskrá fundarins verður birt á heimasíðu Alfesca hf., http://www.alfesca.is, og liggur einnig fyrir á skrifstofu félagsins, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, viku fyrir boðaðan fund. 31. júlí 2009 Stjórn Alfesca hf.