Að kröfu Rekstrarfélags Nýja Kaupþings banka hf. vegna sjóðanna Kaupthing ÍS-5, Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildis lífeyrissjóðs, Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs boðar stjórn Alfesca hf. til hluthafafundar á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 17:00. Á dagskrá fundarins verða tekin fyrir eftirtalin mál: 1. Yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf., dagsett 25. júní 2009. 2. Að fulltrúi Saga Capital eða stjórn Alfesca hf. geri ítarlega grein fyrir verðmatinu sem bankinn vann fyrir stjórn Alfesca hf. skv. 7.mgr. 104.gr. VVL og birt hefur verið hluthöfum í Kauphöll Íslands. Meðal annars verði með sviðsmyndum og næmnitöflum gert grein fyrir forsendum um framtíðarvöxt og ávöxtunarkröfu og áhrifum þess á verðmatið. Einnig verði gert nánar grein fyrir samanburði á kennitölum sambærilegra fyrirtækja á markaði. Óskað er eftir að fá aðgang að verðmatinu sjálfu. Umræður. 3. Að fulltrúi frá IFS Ráðgjöf ehf. kynni verðmat sitt á Alfesca hf. sem unnið var fyrir hluthafa í tengslum við framkomið yfirtökutilboð. Umræður. 4. Hluthafafundur samþykki að hlutabréf Alfesca hf. verði áfram skráð hjá Nasdaq OMX Iceland og/eða verði tekin til viðskipa á öðrum skipulegum verðbréfamarkaði. Samið verði við a.m.k. 1 viðskiptavaka með bréf félagsins. Umræður. 5. Hluthafafundur samþykki að hluthafar utan yfirtökutilboðs fái áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum. Umræður. 6. Að lagðir verði fram og gert grein fyrir þeim samningum sem aðilar yfirtökutilboðs hafa gert sín á milli um stjórn og rekstur Alfesca hf. á næstu árum, sem vísað er til í inngangi í tilboðsyfirliti á bls. 4, svo aðrir hluthafar geti betur myndað sér skoðun á framtíðarrekstri félagsins. Umræður. Fundurinn fer fram á ensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. 5. ágúst 2009 Stjórn Alfesca hf.