Aðalfundur Landic Property hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Kringlunni 4-12 í Reykjavík, mánudaginn 31. ágúst 2009 kl. 11.00. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2008. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2008 ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um hvernig skuli fara með tap félagsins á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarasefnu félagsins. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Stjórnarkjör. 7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 8. Önnur mál Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari kynningar fyrir hluthafa. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 10:30. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Stjórn Landic Property hf.
Aðalfundur Landic Property hf. verður haldinn mánudaginn 31. ágúst 2009 kl. 11.00.
| Source: Landic Property hf.