Fyrir mistök birtist fréttatilkynning þessi ekki á Evrópska efnahagssvæðinu á föstudaginn var og er því birt aftur. Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf. rekstrartímabilið 1. janúar 2009 - 30. júní 2009 Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti í dag uppgjör félagsins fyrir fyrri hluta yfirstandandi rekstrarárs. Árshlutareikningur félagsins er í evrum (EUR). Í uppgjörinu kemur meðal annars fram eftirfarandi: 2,9 milljóna evra hagnaður á rekstrartímabilinu • Hagnaður á rekstrartímabilinu var rúmlega 2,9 milljónir evra en rúmlega 3,4 milljón evra hagnaður var á rekstrinum á sama tímabili á árinu 2008. • Heildartekjur félagsins voru 25 milljónir evra og drógust saman um 7,7 milljónir evra frá sama tímabili á fyrra ári eða um 23,5%. Tekjur fiskvinnslu lækkuðu um rúmar 2,4 milljónir evra og tekjur útgerðar lækkuðu um 3,8 milljónir evra. Tekjur af vörusölu, endursölu mjöls og lýsis, drógust saman um tæplega 2,6 milljónir evra. • Framlegð félagsins (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) nam 4,9 milljónum evra eða 19,7% af heildartekjum og dróst saman um 2,1 milljónir evra frá fyrra ári en þá var framlegðarhlutfall 21,6%. • Veltufé frá rekstri nam 4,1 milljón evra á árinu og var 16,5% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri dróst saman um 27% frá fyrra ári þegar það nam tæplega 5,7 milljónum evra. • Afskriftir lækkuðu um 0,9 milljónir evra frá sama tímabili á árinu 2008 og námu 1,6 milljónum evra. • Fjármagnsliðir námu 0,6 milljónum evra í samanburði við 1,3 milljónir evra á sama tímabili árið áður. • Tekjur Hugins ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, voru 5,5 milljónir USD á tímabilinu. Framlegð félagsins á tímabilinu var 1,8 milljónir USD og hagnaður var 1,4 milljónir USD. Hlutdeild Vinnslustöðvarinnar í hagnaði Hugins ehf. nam 0,5 milljónum evra. • Tekjur About Fish ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, voru 568 milljónir króna og hagnaður eftir skatta nam 18,3 milljónum króna. Hlutdeild Vinnslustöðvarinnar í hagnaðinum var 87 þúsund evrur. • Tekjur Ufsabergs-útgerðar ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, námu 108 milljónum króna. Hagnaður félagsins var 8,2 milljónir króna og hlutdeild Vinnslustöðvarinnar í hagnaðinum nam 11 þúsund evrum. Efnahagur í lok tímabilsins Eignir félagsins hækkuðu um 5 milljónir evra frá byrjun árs til júníloka á rekstrarárinu og voru 97 milljónir evra í lok tímabilsins. Heildarskuldir og skuldbindingar Vinnslustöðvarinnar hf. hækkuðu um 2,1 milljón evra og voru 70,2 milljónir evra í lok tímabilsins. Nettóskuldir eru 48,3 milljónir evra og lækkuðu um 2,2 milljónir evra frá áramótum. Eigið fé jókst frá áramótum um 2,9 milljónir evra. Aukningin stafar eingöngu af hagnaðarrekstri tímabilsins. Rekstrarhorfur á yfirstandandi ári Rekstrarhorfur eru óvissar á síðari hluta rekstrarárs Vinnslustöðvarinnar. Litlar líkur eru á að síldveiðar úr íslenska síldarstofninum verði leyfðar og er það annað áfall félagsins á yfirstandandi ári því loðnuveiðar voru nánast engar á síðustu vertíð. Vegna þessa þykir ljóst að tekjur félagsins muni dragast talsvert saman, sem og framlegð félagsins, í samanburði við síðastliðið rekstrarár. Staða Vinnslustöðvarinnar hf. er þrátt fyrir þetta sterk og félagið hefur burði til að mæta tímabundnum áföllum sem þessum. Frekari upplýsingar: Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri í símum 488 8004 og 897 9607 Vinnslustöðin hf. www.vsv.is
- 6 mánaða uppgjör
| Source: Vinnslustöðin hf.