- Exista hyggst kæra fjárnám til Héraðsdóms Reykjavíkur


Exista hf. hyggst kæra til Héraðsdóms Reykjavíkur ákvörðun sýslumannsins í
Reykjavík um að veita fjárnám fyrir kröfu á hendur félaginu að fjárhæð 3,9
milljónir króna. Exista hefur lagt fram eignir sem varðveittar verða hjá
sýslumanni meðan lögmæti fjárnámsins verður borið undir dómstóla.