Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur Verðbréfasjóði, Fjárfestingarsjóði og Fagfjárfestasjóði hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009. Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu 6 mánuði ársins 2009 • Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuðina 2009 164 m.kr. samanborið við 284 m.kr. fyrstu sex mánuðina 2008. • Rekstrargjöld námu 386 m.kr. samanborið við 722 m.kr. árið áður, og lækkuðu um 46,5% • Hreinar rekstrartekjur námu 579 m.kr. samanborið við 1.054 m.kr. árið áður, drógust saman um 45,1% • Eigið fé 30. júní 2009 nam 1.195 m.kr. en var 1.031 m.kr. í ársbyrjun • Heildareignir félagsins 30. júní 2009 námu 1.675 m.kr. en voru 2.470 m.kr. í árslok 2008. • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 175,5% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%. • Fjármunir sjóða í stýringu Íslandssjóða hf. námu 129.525 m.kr. í lok júní samanborið við 132.904 m.kr. í árslok 2008. • Íslandssjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á 15 sjóðum, en einnig sér félagið um stýringu á einum verðbréfasjóði og einum vogunarsjóði í Glitnir Asset Management S.A. í Lúxemborg. Heildareignir í stýringu Íslandssjóða hf. í Lúxemborg fyrstu 6 mánuðina nam 3.040 m.kr. í stað 2.433 m.kr. um áramót. • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning Verðbréfasjóða og Fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu. • Athygli er vakin á því að fjárfestingarstefna er hlutlaus staða viðkomandi sjóðs og til að ná betri árangri í stýringu eru vikmörk notuð sem er tilgreint hámark og lágmark. Allur þessi rammi er fjárfestingarstefna viðkomandi sjóðs. Öllum sjóðum nema Sjóði 6 er stýrt skv. virkri stýringu til að ná betri árangri í ávöxtun en stefnan (hlutlaus) gerir ráð fyrir. • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2009. Lykiltölur í m.kr.: Sjá viðhengi. Afkoma sjóðsdeilda Verðbréfasjóða fyrstu sex mánuði ársins • Tap á Verðbréfasjóðum fært á hlutdeildarskírteini á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 6.396 m.kr. samanborið við 8.823 m.kr. hagnað fyrstu sex mánuði ársins 2008. • Hrein eign Verðbréfasjóða nam 82.008 m.kr. samanborið við 80.032 m.kr. í árslok 2008. Lykiltölur í m.kr.: Sjá viðhengi. Afkoma Fjárfestingarsjóða fyrstu sex mánuði ársins • Tap á Fjárfestingarsjóðum fært á hlutdeildarskírteini fyrstu sex mánuðina nam 2.274 m.kr. samanborið við 12.689 m.kr. hagnað fyrstu 6 mánuðina 2008. • Hrein eign Fjárfestingarsjóða nam 1.786 m.kr. samanborið við 6.232 m.kr. í árslok 2008. Lykiltölur í m.kr.: Sjá viðhengi. Árshlutareikningur félagsins mun liggja frammi hjá Eignastýringu Íslandsbanka, Kirkjusandi, 4. hæð og á www.islandssjodir.is frá og með 7. september 2009. Nánari upplýsingar um árshlutareikning Íslandssjóða hf. veitir Agla Elísabet Hendriksdóttir, fram-kvæmda¬stjóri félagsins í síma 440-4917.