- Tekist á við óstöðugan markað


Fjárhagsárið 2008/09
Nettósala 623,7 milljónir evra
EBITDA 54,6 milljónir evra 

Helstu atriði

•	Nettósala nam 623,7 milljónum evra á fjárhagsárinu, sem er 3,7% samdráttur
miðað við árið á undan. Sala á 4. ársfjórðungi nam 131 miljón evra sem er 0,8%
minna en á sama tíma í fyrra. 
•	EBITDA fjárhagsársins nam 54,6 milljónum evra, dróst saman um 12,7% milli
ára. EBITDA á ársfjórðungnum nam 7 milljónum evra, dróst saman um 17,5%. 
EBITDA-hlutfall fjárhagsársins var 8,8% en 5,4% fyrir 4. ársfjórðung. 
•	Hagnaður fjárhagsársins nam 19,1 milljónum evra, dróst saman um 33,4% milli
ára. Hagnaður 4. ársfjórðungs nam 2 milljónum evra, dróst saman um 44,8% miðað
við sama tíma í fyrra. 
•	Efnahagskreppa, erfitt neytendaumhverfi, óhagstæðar gengisbreytingar og hátt
hráefnisverð á laxi hafði áhrif á sölu félagsins. 
•	Sjóðsstreymi frá reglulegri starfsemi nam 53 milljónum evra á fjárhagsárinu.
•	Fjárhagsleg staða félagsins er áfram sterk og starfsemin stöðug. Nettóskuldir
nema 141,6 milljónum evra við enda fjárhagsársins og hlutfall skulda á móti
eigin fé 42%. 


Xavier Govare forstjóri:

"Síðasta fjárhagsár var erfitt fyrir félagið þar sem sala var mun tregari auk
þess sem efnahags- og lánaumhverfi var mjög erfitt. 

Á fjárhagsárinu 2008/09 hafa efnahagsaðstæður í Evrópu versnað til muna og
kreppa orðið á lykilmörkuðum félagsins í Bretlandi, Frakklandi og á Spáni.
Þetta ástand hefur leitt til samdráttar og ört vaxandi atvinnuleysis. Væntingar
neytenda eru í lágmarki og allt þetta hefur hvatt smásöluaðila til að kynna
tilboð og afslætti í von um að lokka að viðskiptavini. 

Fyrri og seinni helmingur fjárhagsársins endurspegluðu breytingar á
efnahagsumhverfinu og í sölumynstri félagsins. 

Fyrri helmingur ársins einkenndist af miklum samdrætti á þeim mörkuðum sem
Alfesca starfar á í kjölfar þess að væntingar neytenda drógust saman sem aldrei
fyrr.  Á seinni helmingi ársins urðu örar breytingar á hegðun neytenda sem
völdu frekar ódýrari vörur og höfðu þannig áhrif bæði á sölu félagsins og
framlegð. Við bættust örar hækkanir á laxi en lax er stærsti einstaki
útgjaldaliðurinn í hráefniskaupum félagsins. 

Við þessar erfiðu aðstæður nam heildarsala félagsins 623,7 milljónum evra en
dróst saman um 3,7%. EBITDA félagsins dróst saman um 12,6%, nam 54,6 milljónum
evra. 

Samdrátt í EBITDA má rekja til nokkurra lykilþátta eins og óhagstæðrar
samsetningar sölunnar þar sem neytendur völdu í auknum mæli vörumerki
stórmarkaða framyfir þekkt gæðavörumerki og ýttu þar með undir þá þróun þar sem
keyptar eru ódýrari vörur með minni framlegð. 

Við bætist að mikil hækkun á hráefnisverði á laxi hafði neikvæð áhrif á
afkomuna en verð á laxi hækkaði næstum til jafns við þær methækkanir sem urðu á
árinu 2006. Verðhækkun á laxi má að mestu rekja til snarminnkandi framboðs sem
aftur má rekja til blóðleysissjúkdóms (ISA) í chíleskum laxi (talið er að þetta
áfall hafi minnkað laxaframleiðslu í Chíle um meira en 50%). Þessi skortur á
laxi olli mun meiri eftirspurn eftir laxi frá norskum framleiðendum en Alfesca
kaupir mest af sínum laxi frá Noregi. 

Óhagstæð gengisþróun hafði einnig neikvæð áhrif á afkomu félagsins, sérstaklega
veikt gengi Sterlingspundsins. Gengisfall pundsins hækkaði ekki aðeins verð
innfluttra vara í Bretlandi eins og rækju, en viðskipti með hana fara fram í
dollurum, heldur hafði það neikvæð áhrif þegar uppgjör rekstrarins í Bretlandi
var umreiknað í evrur. Neikvæð gengisþróun hafði neikvæð áhrif á EBITDA
félagsins um sem nemur 3 milljónum evra ef notað er fast gengi milli ára. 

Á fjárhagsárinu var farið í markvissar aðgerðir til að koma rekstrinum í gegnum
efnahagssamdráttinn og til að bæta upp hækkandi verð á laxi. Til að viðhalda
framlegð var reynt að fara í nauðsynlegar verðhækkanir en ekki var auðvelt að
koma þeim í framkvæmd vegna erfiðs efnahagsumhverfis. Þess í stað fjárfestum
við í aðgerðum til að geta boðið hagstæðari verð og mæta þannig betur þörfum
viðskiptavina og neytenda. Reiknað er með að framhald verði þar á á
yfirstandandi fjárhagsári. 

Samhliða versnandi efnahagsaðstæðum og versnandi afkomu félagsins var auk þess
farið í ýmsar aðgerðir á liðnu fjárhagsári í þeim tilgangi að minnka kostnað
félagsins og styðja þannig við aukinn hagnað til framtíðar. Okkur tókst að
ljúka lykilverkefni í hagræðingu sem fól í sér sameiningu á ákveðnum
lykilþáttum starfseminnar; innleiðingu sameiginlegs tölvukerfis auk
innleiðingar á skilvirkara skipuriti fyrir starfsemina í Frakklandi. Að auki
var lokið við sameiningu á framleiðslueiningum Blini og LTG. Þá var einu
sláturhúsi félagsins lokað og allri sláturstarfsemi komið undir eitt þak í
Suðvestur-Frakklandi. Loks var áhersla lögð á að auka áfram skilvirkni
framleiðslunnar. 

Efnahagsástandið og horfurnar fyrir nýhafið fjárhagsár eru háðar óvissu. Við
reiknum með að hráefnisverð á laxi muni áfram hafa áhrif á afkomu félagsins.
Þrátt fyrir að eftirspurn eftir vörum félagsins ætti að haldast tiltölulega
stöðug virðist tilhneiging neytenda til að leita eftir ódýrari vöru ætla að
halda áfram og því mun geta félagsins til að mæta kröfum síbreytilegra
markaðsaðstæðna skipta sköpum."

Attachments

afkomutilkynning - 2008 - 2009 - islenska.pdf financial statements for 30 06 2009.pdf