- Fjárhagsleg endurskipulagning - Exista ræður ráðgjafa


Eins og áður hefur komið fram í tilkynningum Exista til Kauphallar, meðal
annars í tilkynningu frá 1. mars 2009, hefur Exista undanfarna mánuði leitað
eftir samkomulagi við lánveitendur sína um endurskoðun lánasamninga og uppgjör
gagnkvæmra krafna. Af þeim sökum er fjárhagsleg staða félagsins enn óljós.
Exista hefur ráðið til sín ráðgjafarfyrirtækið Talbot Hughes McKillop sem munu
leiða vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Exista og samningaviðræður við
bæði innlenda og erlenda lánveitendur félagsins. Samningaviðræðurnar geta leitt
til þess að Exista óski eftir greiðslustöðvun og/eða formlegu
nauðasamningaferli. Náist hins vegar ekki samkomulag við lánveitendur félagsins
getur það falið í sér að að beðist verði gjaldþrotaskipta á félaginu.