- Innlausnartímabili lýkur


Innlausnartímabili vegna hluta í Alfesca hf. lauk kl. 12:00 fimmtudaginn 24.
september 2009. Hlutir í eigu annarra hluthafa en samstarfsaðila verða fluttir
til Lur Berri Iceland ehf. og greiðsla fyrir hlutina verður innt af hendi í
síðasta lagi 29. september 2009 inn á reikninga samkvæmt innsendum
framsalseyðublöðum eða inn á einstaklingsbundna geymslureikninga hjá Nýja
Kaupþingi banka hf. Eftir innlausnina munu Lur Berri Iceland ehf. og
samstarfsaðilar þess eiga 99,43% af útgefnu hlutafé í Alfesca hf. og fara með
allan atkvæðisrétt í félaginu þar sem Alfesca hf. á eigin hluti sem nema 0,57%
útgefins hlutafjár.