Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Kevin Stanford og Kcaj LLP. í máli sem VBS fjárfestingarbanki hf. höfðaði til staðfestingar sjálfskuldarábyrgðar þeirra á lánasamningi. Niðurstaða dómsins er að með undirritun sinni á lánsskjölin hafi þeir samþykkt skilmála lánsins en ekki að tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð. Bankanum þykir rétt að fram komi að fyrir liggur að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Jafnframt að verði niðurstaða Hæstaréttar á sömu lund og Héraðsdóms, muni það ekki hafa teljandi áhrif á rekstrarniðurstöðu bankans á yfirstandandi uppgjörstímabili. Nánari upplýsingar veitir: Jón Þórisson Forstjóri jon@vbs.is 570 1202 842 2202
- Tilkynning vegna niðurstöðu héraðsdóms í máli VBS fjárfestingarbanka hf. gegn Kevin Stanford og Kcaj LLP 2. október 2009
| Source: VBS Fjárfestingarbanki hf.