Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál: 1. Drög að frumvarpi til nauðasamninga og afstaða kröfuhafa til þess kynnt. 2. Tillaga stjórnar félagsins um að hluthafafundur feli stjórninni að leita eftir heimild héraðsdóms til nauðasamningsumleitana. Dagskrá fundarins og tillaga stjórnar félagsins í samræmi við framangreint munu liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins frá og með 14. október 2009. Stjórn Atorku Group hf.
Atorka Group boðar til hluthafafundar 21. október 2009
| Source: Atorka Group hf.