Exista undrast ákvörðun Kauphallarinnar, um opinbera áminningu og töku skuldabréfa félagsins úr viðskiptum. Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur Exista átt í samningaviðræðum við lánveitendur sína um endurskipulagningu félagsins. Samhliða hefur verið leitast við að birta allar upplýsingar sem talist geta verðmótandi fyrir skuldabréf þess. Birtar hafa verið upplýsingar um óvissa stöðu félagsins eins og kostur er. Þess hefur sérstaklega verið gætt að birta ekki ótímabærar áætlanir um vænta niðurstöðu í viðræðum félagsins við lánveitendur sína. Það er ekki markmið upplýsingaskyldu skráðra félaga að senda óskýrar upplýsingar til fjárfesta. Þess má einnig geta að engin viðskipti hafa verið með skuldabréf Exista síðastliðna 12 mánuði sem bendir til þess að fjárfestar hafi verið fyllilega upplýstir um stöðu félagsins. Exista telur sig hafa fylgt bæði lögum og reglum Kauphallarinnar og sýnt ábyrgð í allri upplýsingagjöf til markaðarins. Exista er því ósammála ákvörðun Kauphallarinnar.
Yfirlýsing frá Exista í kjölfar ákvörðunar Kauphallarinnar
| Source: Exista hf.