Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur skrifað undir samning um sölu á Atlas I fasteignasafninu (Landic Property Denmark A/S) til danska fasteignafélagsins Jeudan A/S. Fasteignasafnið samanstendur af 31 fasteign sem flestar eru staðsettar í miðborg Kaupmannahafnar. Fasteignasafnið inniheldur m.a. þekktar byggingar í Kaupmannahöfn eins og Tietgen húsið og ØK bygginguna. Söluverðið er um 2 milljarðar DKK sem samsvarar bókfærðu verði fasteignanna. Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property segir: „Ég er ánægður með þennan samning sem við höfum gert við Jeudan og tel að verðið sé vel ásættanlegt miða við núverandi markaðsaðstæður. Þessi samningur er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property sem í framhaldinu mun einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi. Endurskipulagningin á íslenska eignasafninu gengur vel og er því sem næst lokið.” Frekari upplýsingar veitir: Viðar Þorkelsson forstjóri Landic Property hf. Sími 669 4444 E-mail: vth@landicproperty.com