Exista hefur borist stefna frá HOLT Funding 2008-1 Limited hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals tæplega 19 milljarða króna vegna lánssamnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hf. (síðar Glitnir banki hf.). Exista mun taka til varna í málinu enda hefur félagið gert upp kröfu HOLT Funding með skuldajöfnuði.
- Exista stefnt af HOLT Funding
| Source: Exista hf.