Innköllun umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum


Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness, uppkveðnum 26. október 2009, var Atorka
Group hf., kt. 600390-2289, Hlíðarsmára 1, Kópavogi, veitt heimild til að leita
nauðasamnings. 

Hér með er skorað á alla þá, sem telja sig eiga samningskröfur samkvæmt 1. mgr.
29. gr. laga nr. 21/1991 á hendur félaginu, að lýsa þeim fyrir undirrituðum
umsjónarmanni með nauðasamningsumleitunum innan fjögurra vikna frá fyrri
birtingu þessarar innköllunar. 
 
Kröfulýsingar skulu sendar á nafn umsjónarmanns að Lágmúla 7, 108 Reykjavík.
Fundur verður haldinn með þeim lánardrottnum, sem eiga atkvæðisrétt um
samningsfrumvarp skuldarans, á skrifstofu undirritaðs að Lágmúla 7, Reykjavík,
fimmtudaginn 10. desember 2009 kl. 15.00, til þess að greiða þar atkvæði um
frumvarpið. 

Reykjavík, 27. apríl 2009.

Brynjar Níelsson hrl.