Á hluthafafundi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., sem haldinn var í dag, var tekin ákvörðun um að breyta nafni félagsins í Stefnir hf. Samþykktir félagsins, með innfelldum breytingum, eru meðfylgjandi. Stefnir hf. rekur fjölbreytt úrval sjóða um sameiginlega fjárfestingu, þ.m.t. fagfjárfestasjóðinn KB ABS 12, sem hefur fengið fjármálagerninga tekna til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. Nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 444 7464.
- Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. verður Stefnir hf.
| Source: Stefnir hf.