- Tímabundar breytingar hjá sparisjóðsstjóra Byrs


Á fundi stjórnar Byrs sparisjóðs miðvikudaginn 25. nóvember 2009 óskaði Ragnar
Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri eftir tímabundinni lausn frá störfum og
samþykkti stjórn það. 

Þessi ráðstöfun var gerð í fullri sátt á milli aðila og hefur stjórn Byrs
sparisjóðs óskað eftir áframhaldandi starfskröftum Ragnars við þá fjárhagslegu
endurskipulagningu sjóðsins sem í gangi er í samvinnu sjóðsins og kröfuhafa.
 
Tímabundið mun Jón Finnbogason, hdl., taka við störfum Ragnars en hann hefur
gegnt starfi forstöðumanns á fjármálasviði Byrs.