Kröfuhafar Atorku Group hf. samþykktu á fundi í dag frumvarp til nauðasamnings fyrir félagið með yfirgnæfandi meirihluta eða yfir 90% atkvæða. Félagið mun í kjölfarið óska eftir staðfestingu Héraðsdóms Reykjaness. Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 540 6200.
Nauðasamningur Atorku Group hf. samþykktur
| Source: Atorka Group hf.