Atli Örn Jónsson framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Byrs sparisjóðs lætur af störfum


Nýlega óskaði Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, eftir að
láta af störfum hjá Byr sparisjóði.  Samkomulag hefur orðið um að hann láti af
störfum hjá sparisjóðnum eftir daginn í dag. Atla Erni eru þökkuð góð störf
fyrir Byr. 

Viðskiptabankasvið Byrs sparisjóðs og S24 verða sameinuð í eina starfseiningu
og mun Sæmundur Benediktsson verða framkvæmdastjóri hennar hjá sparisjóðnum en
hann hefur verið framkvæmdastjóri S24 síðan 1999.