Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins föstudaginn 22. janúar 2010 kl. 10:00 á Grand Hótel. Á dagskrá fundarins er einungis eitt mál, eða tillaga stjórnar Atorku Group hf. um að núverandi hlutafé í félaginu verði fært niður að fullu, samhliða því að samþykkt verði að hækka hlutafé að nýju og að kröfuhafar félagsins skrái sig fyrir nýju hlutafé í samræmi við nauðasamning Atorku Group hf. við kröfuhafa, samþykktan á fundi kröfuhafa 10. desember 2009 og staðfestan af Héraðsdómi Reykjaness 7. janúar 2010. Dagskrá fundarins og tillaga stjórnar félagsins í samræmi við framangreint munu liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins frá og með 15. janúar 2010. Stjórn Atorku Group hf.
Atorka Group boðar til hluthafafundar 22. janúar 2010
| Source: Atorka Group hf.