Niðurstöður hluthafafundar Atorku Group hf. 22. janúar 2010


Hluthafafundur Atorku Group hf. var haldinn á Grand Hótel, Reykjavík,
föstudaginn 22. janúar 2010. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar Atorku
Group hf. um að hlutafé í félaginu, að nafnvirði 3.373.650.000 kr., yrði fært
niður að fullu, samhliða því að hlutafé í félaginu yrði hækkað að nýju um sömu
nafnverðsfjárhæð, með því að kröfuhafar félagsins skráðu sig fyrir því hlutafé,
allt á grundvelli nauðasamnings Atorku Group hf. við kröfuhafa, samþykktum á
fundi kröfuhafa 10. desember 2009 og staðfestum af Héraðsdómi Reykjaness 7.
janúar 2010, en mismunur á þeirri nafnverðsfjárhæð og fjárhæð lýstra,
viðurkenndra og óumdeildra krafna undir nauðasamningsumleitunum, en að
frádreginni fjárhæð skuldabréfs, yrði færður á yfirverðsreikning hlutafjár.