Stjórn Landic Property hf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum.


Stjórn Landic Property hf. hefur óskað eftir því að bú félagsins verði tekið
til gjaldþrotaskipta við Héraðsdóm Reykjavíkur. 

Kröfuhafar Landic Property hf. felldu frumvarp til nauðasamnings fyrir
félagið. 79 kröfuhafar samþykktu frumvarpið, 6 sátu hjá eða mættu ekki, en 2
höfnuðu frumvarpinu.  Þeir sem ráða yfir  97,65% af kröfufjárhæðum samþykktu
frumvarpið, en hlutfall höfðatölu þeirra sem samþykktu frumvarpið var 83,5%.  
Hvort hlutfall um sig hefði að lágmarki þurft að vera 96% svo frumvarpið
teldist samþykkt.  Í ljósi niðurstöðu kröfuhafafundar hefur stjórn félagsins
því óskað eftir gjaldþrotaskiptum. 

Eftir endurskipulagningu síðustu mánaða er Landic Property hf.
eignarhaldsfélag.  Helstu eignir félagsins eru reiðufé, nálægt 900 milljónir
króna, kröfuréttindi um 300 milljónir króna, og 16% hlutafjár í
fasteignafélaginu Reitir.  Heildarskuldir félagsins eru um það bil 120
milljarðar króna. 

Frekari upplýsingar veitir: 
Eiríkur S. Jóhannsson
Stjórnarformaður Landic Property hf.
Sími: 669-9010
Tölvupóstur: esj@steinvirki.is

Attachments

frettatilkynning_landicproperty_260110.pdf