Ársuppgjör 2009


Stjórn Íslandssjóða hf. sem rekur verðbréfa-, fjárfestinga- og
fagfjárfestasjóði hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2009. 

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2009
 
•  Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur
   ársreikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur ársreikning verðbréfa- og
   fjárfestingasjóði Íslandssjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi
   við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af
   Fjármálaeftirlitinu. 
•  Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2009 nam 269 m.kr. samanborið
   við 673 m.kr. árið 2008. 
•  Hreinar rekstrartekjur námu 1.017 m.kr. samanborið við 2.004 m.kr. árið áður
   og lækkuðu því um 49% 
•  Rekstrargjöld námu 700 m.kr. samanborið við 1.215 m.kr. árið áður.
•  Heildareignir félagsins námu 3.074 m.kr. í árslok 2009 en voru 2.470 m.kr. í
   ársbyrjun. 
•  Eigið fé í árslok 2009 nam 1.301 m.kr.en var 1.031 m.kr. í ársbyrjun.
•  Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um
   fjármálafyrirtæki, var 160,8% í árslok 2009 en þetta hlutfall má ekki vera
   lægra en 8,0%. 
•  Í lok desember 2009 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign
   þeirra 89.701 milljónum króna. Tveir sjóðir sem eru skráðir í Lúxemborg eru í
   stýringu félagsins og nam hrein eign þeirra 20.404 milljónum króna í árslok
   2009. 
•  Tap fært á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða
   Íslandssjóða var 2.124 m.kr. árið 2009 samanborið við tap uppá 68 m.kr. árið
   2008. Tapið skýrist aðallega vegna niðurfærslu fjármálagerninga árið 2009 sem
   féll til vegna ársins 2008. Niðurfærslan byggist á varfærnum forsendum um
   endurheimtur. 
•  Mikil áhersla var lögð á vöruþróun á árinu 2009 og var tveim sjóðum hleypt af
   stokkunum, Veltusafninu  og Eignasafninu.  Veltusafnið hefur það að markmiði
   að fjárfesta í innlánum og víxlum og öðrum skammtímaverðbréfum gefnum út af
   eða með ábyrgð íslenska ríkisins og hefur sjóðurinn fengið góðar viðtökur
   fjárfesta. Veltusafnið er með á annað hundrað sjóðfélaga og hrein eign
   sjóðsins var 2.586 milljónir króna í lok árs. Ríkissafnið, sem sett var á
   fót í lok árs 2008, hefur einnig fengið frábærar viðtökur en í lok árs 2009
   voru á fimmta 
   þúsund sjóðfélagar í sjóðnum og hrein eign  nam 12.900 milljónum króna. 
•  Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af Deloitte hf. sem telur að
   reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2009. 
•  Í lok desember 2009 störfuðu 13 starfsmenn hjá Íslandssjóðum.
   Framkvæmdarstjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi hjá Eignastýringu Íslandsbanka,
Kirkjusandi, 4. hæð og á www.islandssjodir.is. 
 
Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandssjóða hf. veitir Agla Elísabet
Hendriksdóttir, framkvæmdastjóri félagsins í síma 440-4917.

Attachments

islandssjoir frettatilkynning.pdf islandssjoir arsreikningur 2009.pdf