Tillaga stjórnar um arðgreiðslu HB Granda hf


Tillaga stjórnar HB Granda hf. fyrir aðalfund haldinn 23. apríl 2010 er að
greiddur verði 12% arður (0,12 kr á hlut) vegna ársins 2009, alls að fjárhæð
203.644.047 kr. Arðurinn verði greiddur 7. maí 2010. Síðasti viðskiptadagur þar
sem arður fylgir bréfunum er 23. apríl 2010 og arðleysisdagur því 26. apríl
2010. Arðsréttindadagur er 28. apríl 2010. (Arður greiðist þeim sem skráðir eru
í hlutaskrá að loknu uppgjöri Verðbréfaskráningar Íslands fyrir kl. 9:00 þann
28. apríl 2010)”