Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010. Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu 6 mánuði ársins 2010 ● Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2010 er 124 m.kr. samanborið við 164 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. ● Rekstrargjöld námu 328 m.kr. samanborið við 386 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og lækkuðu um 14,9%. ● Hreinar rekstrartekjur námu 479 m.kr. samanborið við 579 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, drógust saman um 17,1%. ● Eigið fé 30. júní 2010 nam 1.424 m.kr. en var 1.300 m.kr. í ársbyrjun. ● Heildareignir félagsins 30. júní 2010 námu 3.010 m.kr. en voru 3.074 m.kr. í árslok 2009. ● Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 132,8% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%. ● Fjármunir sjóða í stýringu Íslandssjóða hf. námu 126.837 m.kr. í lok júní samanborið við 110.105 m.kr. í árslok 2009. ● Íslandssjóðir hf. sjá um stýringu og rekstur á 17 sjóðum, en einnig sér félagið um stýringu á einum verðbréfasjóði í Glitnir Asset Management S.A. í Lúxemborg. Heildareignir í stýringu Íslandssjóða hf. í Lúxemborg fyrstu 6 mánuðina námu 18.485 m.kr. í stað 20.404 m.kr. um áramót. ● Í lok júní sl. voru fimm sjóðir í slitaferli hjá Íslandssjóðum. Um er að ræða fyrirtækjaskuldabréfasjóðina Sjóð 1 og Sjóð 11 ásamt erlendu peningamarkaðssjóðunum í NOK, EUR og USD. Frá upphafi slitameðferðar þessara fimm sjóða hafa verið greiddar út alls 21.800 milljónir króna til hlutdeildarskírteinishafa. ● Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu. ● Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte hf. en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2010. Sjá viðhengi.