Þann 22. nóvember 2010 skipaði iðnaðarráðherra starfshóp til að fjalla um lánastarfsemi Byggðastofnunar. Megin tilefni þess að starfshópurinn var skipaður var að eigið fé Byggðastofnunar var komið undir lögbundið lágmark. Vegna breyttra aðstæðna á fjármálamörkuðum og þessarar stöðu Byggðastofnunar var það mat iðnaðarráðherra að rétt væri að kanna hvaða fyrirkomulag hentar lánastarfsemi stofnunarinnar til frambúðar. Í starfshópinn voru skipuð: Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu, formaður, Egill Tryggvason, viðskiptafræðingur í fjármálaráðuneytinu, Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Elín Gróa Karlsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Byggðastofnun. Með hópnum starfaði einnig Magnús Helgason forstöðumaður rekstrarsviðs Byggðastofnunar.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og fer greinargerð hans hér með.