Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2010 nam 627 milljónum króna samanborið við 4.450 milljón króna tap á árinu áður. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu nam 1.129 milljónum króna samanborið við 1.343 milljónir króna á árinu 2009.
Horfur fyrir árið 2011 eru ágætar en vænta má að rekstur félagsins haldi áfram að vera í járnum.
Lykiltölur:
- Heildareignir námu 21.130 milljónum króna þann 31. desember 2010 sem er lækkun um 102 milljón krónur á árinu.
- Eigið fé félagsins nam 3.222 milljónum króna á sama tíma.
- Rekstrartekjur ársins námu námu 1.632 milljónum króna samanborið við 1.743 milljónir króna á sama tíma árið áður.
Reitir II á og rekur 18 fasteignir á Íslandi og er félagið í 100% eigu Reita fasteignafélags hf. Nánari upplýsingar um afkomu Reita fasteignafélags má finna á www.reitir.is.
Nánari upplýsingar veitir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita
Sími 575 9000
einar@reitir.is