Ársreikningur Stefnis vegna ársins 2010


Hluthafar Stefnis hf. staðfestu ársreikning félagsins fyrir árið 2010 á aðalfundi félagsins þann 21. mars 2011.

Helstu atriði úr reikningnum eru sem hér segir:

  • Hagnaður Stefnis hf. eftir skatt árið 2010 nam 657 millj. kr. samanborið við 313 millj. kr. árið 2009. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka hf. og er ársreikningur félagsins hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans.
     
  • Heildartekjur félagsins hækka um 7,4% samanborið við árið áður eða um 108 millj. kr.
     
  • Rekstrarkostnaður lækkaði um 5,4% á milli ára eða um 37 millj. kr.
     
  • Eigið fé félagsins í lok tímabils nam 2.214 millj. kr.
     
  • Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 108% en samkvæmt lögum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Í lok árs 2009 nam eiginfjárhlutfall Stefnis hf. 64,1%.
     
  • Arðsemi eigin fjár er 42,2% fyrir árið 2010 samanborið við 25,2% árið 2009.
     
  • Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Eignir í virkri stýringu í sjóðum Stefnis voru 281 milljarðar króna í árslok 2010.
     
  • Fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 sem er í rekstri Stefnis hf, gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2010. Sérstakur ársreikningur er gerður fyrir LFEST1 og er hann birtur sérstaklega í fréttakerfi NASDAQ OMX Iceland hf.
     
  • Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG ehf. í samræmi við alþjóðlega staðla um endurskoðun. Ársreikningurinn var áritaður með fyrirvaralausri áritun.


Hægt er að nálgast ársreikning félagsins frá og með deginum í dag á heimasíðu félagsins www.stefnir.com og hjá Stefni hf., Borgartúni 19, Reykjavík.

Nánari upplýsingar um ársreikning Stefnis hf. veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 444 7464 og floki.halldorsson@stefnir.com.

  


Attachments

arsreikningur 2010 Stefnir.pdf